Brot

Vítaskytta segir af sér
Vítaskytta Ástarinnar segir af sér í kjölfar bikarleiks Ástarinnar við NINGS þar sem víti fór forgörðum.

NINGS lagt
Ástin lagði NINGS með 5 mörkum gegn einu. Menn eiga að halda sig við sitt fag, austurlenska eldamennsku.

Bikarkeppnin
Keppt verður við NINGS í bikarnum, hefur Ástinni hingað til ekki gegnið sérstaklega vel oftast fallið út í fyrstu eða annarri umferð. Taka verður samt tillit til þess að þá keppti B-lið Ástarinnar, því áherslan hefur alltaf verið lögð á að sigra deildina.

Utandeildin
Nýr vefur utandeildarinnar er að finna hér.

Krikketfélagið Gozar lagt
Ástin lagði Krikketfélagið með 4 mörkum gegn einu. Menn eiga að halda sig við sitt sport, "crossover" gegnur örsjaldan upp.

Æfingagjöld
Þeir sem eiga eftir að greiða æfingagjöld athugið að hægt er að leggja 4500 kr inn á reikning: 0113-05-064655 kt: 210179-5349. Í anda réttlætis hefur ákvörðun verið tekin um beitingu líkamlegrar refsingar á þeim sem ekki standa í skilum.

Fame
Æfingaleikur var tekinn við feim sunnudaginn 14. apríl. Vann Ástin seinni hálfleik 3-2. Nægði það því miður ekki til því Ástin tapaði leiknum 6-4. Var haft að orði að Ástarmenn hefðu ekki mætt í fyrri hálfleik, því ekki virtist sama liðið vera á vellinum í seinni hálfleik, þrátt fyrir sömu leikmenn.

Gott veður
Ekki hefur enn komið fyrir að gott veður hafi verið á æfingum Ástar í Breiðholti. Er haft að orði að æðri öfl séu að verki, minnir þetta á söguna um Job, sem allir þekkja.

Landsliðið 1. apríl
Margir ráku upp stór augu þegar landsliðið mætti á Ástaræfingu og tók nettan æfingaleik. Var haft eftir Atla að mikilvægt væri að efla grasrótarstarf knattspyrnu á Íslandi og væri þetta liður í því. Ástin vann leikinn 14-2. Þjálfari Ástarinnar, Þór, sagði þetta frábært framtak hjá landsliðinu og vonaðist til að þetta fantaform Átarinnar entist út sumarið.

Páskar 30. mars
Gleðilega PÁSKA.

Æfingaleikur ÚRSLIT
Ástin reyndist móralskur sigurvegari í keppni þessari liða ásamt knattspyrnunni. Tölulega séð vann tekk, með litlum stöfum, leikinn 8 - 0. Lítil endurtekning á fyrsta leik liðanna.

Æfingaleikur
Undirbúningstímabilið er hafið. Æfingaleikur við tekk, með litlum stöfum, í kvöld.

Nýir Búningar
Eftir mikið japl jaml og fuður náðist samkomulag um litasamsetningu nýs búnings. Telja margir mistök að líta fram hjá appelsínugula búningnum

Met mæting
Slegið var met í mætingu á þessari leiktíð. Aldrei hafa sést eins margir á æfingu hjá Ástinni í lengri tíma.

Ástin lifir
Æfingar hófust á ný hjá Íþróttafélaginu Ást laugardaginn 23.febrúar

Ný brot